Skrifstofustjóri launaskrifstofu

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 12/08/2019
Fullt starf Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra launaskrifstofu borgarinnar.

Launaskrifstofa er ein af skrifstofum hins nýja kjarnasviðs fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan ber ábyrgð á launavinnslu borgarinnar og afgreiðslu launa, launatengdum gjöldum og skilum á staðgreiðslu launa. Þá veitir skrifstofan ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa, sinnir fræðslu- og gæðamálum vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna, auk fleiri verkefna er heyra undir skrifstofuna.

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar
• Ábyrgð á launavinnslu Reykjavíkurborgar, afgreiðslu launa og skil á launatengdum gjöldum
• Ábyrgð á móttöku og skráningu gagna, gagnavinnslu, launatöflum og meðferð kjarasamninga í mannauðs- og launakerfi
• Eftirlit með launagögnum
• Ábyrgð á skilum á staðgreiðslu og launaframtali Reykjavíkurborgar
• Ábyrgð á gæðamálum sem heyra undir skrifstofuna og veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og mannauðsráðgjafa

Hæfniskröfur 

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Greiningarhæfni og þekking á launakerfum
• Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
• Góð samskiptahæfni
• Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
• Skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Geta til að vinna undir álagi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7693 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa Nánari upplýsingar um starfið veitir  Halldóra Káradóttir Tölvupóstur  halldora.karadottir@reykjavik.is