Innkaupa- og vörusérfræðingur

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 12/08/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Fjármála- og rekstrarþjónusta SFS

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf innkaupa- og vörusérfræðings laust til umsóknar.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður innkaupa- og vörusérfræðings er fjármálastjóri sviðsins.
Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 50 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum. Innkaup á vörum og þjónustu nema u.þ.b. 5 milljörðum kr.
Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að
vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Stýring á innkaupum á vörum og þjónustu sviðsins.
Umsjón með framkvæmd útboða á vegum sviðsins.
Greining á tækifærum sem leiða til rekstrarhagkvæmni fyrir sviðið.
Eftirlit með virkni innkaupaferla.
Samskipti við miðlæga innkaupaskrifstofu borgarinnar.

Hæfniskröfur 

Háskólagráða í viðskiptafræði, verkfræði eða önnur sambærileg raungreinamenntun sem nýtist í starfi.
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
Reynsla af stýringu innkaupa er æskileg.
Góð samskiptafærni og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Þekking á gerð útboðslýsinga og samninga.
Þekking á opinberum innkaupum er æskileg.
Haldgóð alhliða tölvuþekking.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7699 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Kristján Gunnarsson Tölvupóstur  kristjan.gunnarsson@reykjavik.is