Fjármálasérfræðingur

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 12/08/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Fjármála- og rekstrarþjónusta SFS

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings er fjármálastjóri sviðsins og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu við leikskóla borgarinnar. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 50 milljarðar
kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum.

Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Guðbjörnsson, deildastjóri í síma 411-1111
Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is , gudmundur.gudbjornsson@reykjavik.is

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Úthlutunarlíkan og dreifing fjármagns til leikskóla.
Gerð fjárhagsáætlana.
Mánaðarleg uppgjör og frávikagreining.
Fjárhagslegt eftirlit til að tryggja að útgjöld séu innan fjárheimilda.
Greiningarvinna og útreikningar.
Eftirlit með lykiltölugreiningu starfstöðva.
Upplýsingagjöf til stjórnenda.

Hæfniskröfur 

Háskólagráða í viðskiptafræði með áherslu á fjármál eða endurskoðun.
Mastersgráða í viðskiptafræði kostur.
Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg.
Reynsla af lykiltalnagreiningu æskileg.
Þekking á rekstri leikskóla er kostur.
Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
Lipurð í samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7700 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Kristján Gunnarsson Tölvupóstur  kristjan.gunnarsson@reykjavik.is