Skólastjóri - Fossvogsskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Fossvogsskóli, Reykjavík, Ísland
  • 12/08/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Fossvogsskóla lausa til umsóknar.
Fossvogsskóli er hverfisskóli í Blesugrófar- og Fossvogshverfi, stofnaður árið 1971. Í skólanum eru um 340 nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í Fossvogsdalnum en þaðan eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í útivistarperlur borgarinnar, Elliðaárdal og Nauthólsvík. Áhersla er á umhverfis- og lýðheilsumál og hefur skólinn tekið þátt í Grænfánaverkefninu frá árinu 2000 og í verkefni um Heilsueflandi skóla. Mikil hjólamenning er í skólanum og nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu kennara og verið er að innleiða leiðsagnarnám. Einkunnarorð skólans eru …vertu til að leggja hönd á plóg … og vísar til þess að menntun barnanna er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins. Skólinn hefur á að skipa kraftmiklu og áhugasömu starfsfólki, stöðugleiki er í starfsmannahaldi og öflugt foreldrafélag starfar við skólann. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsnæði skólans á þessu ári.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. nóvember 2019.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.

Hæfniskröfur 

Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi.
Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
Stjórnunarhæfileikar.
Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
Lipurð og hæfni í samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7704 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Soffía Vagnsdóttir Tölvupóstur  soffia.vagnsdottir@reykjavik.is Sími  411-1111