Umönnunarstörf á Landspítala

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 14/08/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við leitum eftir starfsfólki í umönnunarstörf á Landspítala.

Á Landspítala er lögð áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur.
Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður uppá gott starfsumhverfi - vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur?

Í boði er markviss og einstaklingshæfð aðlögun.

Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

Landspítali vill benda á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".

Helstu verkefni og ábyrgð » Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir deildum
» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

» Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir deildum
» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
» Hæfni og geta til að vinna í teymi

» Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
» Hæfni og geta til að vinna í teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 20 - 100% Umsóknarfrestur 30.09.2019 Nánari upplýsingar Árný Ósk Árnadóttir, arnyo@landspitali.is, 543-1387 Sigríður Dröfn Ámundadóttir, sigriamu@landspitali.is, 543-1353 LSH Mönnunar- og starfsumhverfisdeild Eiríksgata 5 101 Reykjavík