Sérfræðilæknir í myndgreiningu á röntgendeild

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 16/08/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Landspítali leitar eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni með sérhæfingu í myndgreiningu í krefjandi starf á röntgendeild. Viðkomandi mun verða mikilvægur hlekkur í öflugu teymi myndgreiningardeildar, en deildin sinnir öllum þáttum á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og geislavarna á spítalanum.

Lögð áhersla á endurnýjun tækjabúnaðar, þróun nýrra starfsaðferða, aðlögun vinnutíma að þörfum starfsmanna, stöðuga starfsþróun og góða starfsaðstöðu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. október 2019 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Greiningar, inngrip og meðferð út frá rannsóknaraðferðum deildarinnar
» Ráðgjöf og samráð við fagaðila innan og utan Landspítala
» Skipulag og verkefnaumsjón
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu

» Greiningar, inngrip og meðferð út frá rannsóknaraðferðum deildarinnar
» Ráðgjöf og samráð við fagaðila innan og utan Landspítala
» Skipulag og verkefnaumsjón
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu

Hæfnikröfur » Breið þekking og reynsla i öllum helstu rannsóknaraðferðum myndgreiningar
» Íslensku og ensku kunnátta
» Reynsla af rannsóknarinngripum s.s. ástungum vegna sýnatöku og dreninnlagna er æskileg
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Skilyrði að íslenskt sérfræðileyfi í myndgreiningu liggi fyrir áður en starf hefst

» Breið þekking og reynsla i öllum helstu rannsóknaraðferðum myndgreiningar
» Íslensku og ensku kunnátta
» Reynsla af rannsóknarinngripum s.s. ástungum vegna sýnatöku og dreninnlagna er æskileg
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Skilyrði að íslenskt sérfræðileyfi í myndgreiningu liggi fyrir áður en starf hefst

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.
Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í starfið byggir einnig á þeim. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og senda sem viðhengi, en ítarlegri upplýsingar fyllist út í umsókn fyrir læknastöðu, sjá slóð hér fyrir neðan: Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 17.09.2019 Nánari upplýsingar Pétur Hörður Hannesson, peturh@landspitali.is, 824 5322 LSH Röntgendeild, læknar 1 Fossvogi 108 Reykjavík