27 Mathús & bar er að leita að hörkuduglegum og hressum einstaklingum til að slást til liðs við okkar frábæra flokk þjóna. 27 er veitingastaður í fínni kantinum þar sem boðið er upp á mjög fjölbreyttan matseðil úr fyrsta flokks hráefni einvörðungu. Með þessum fína mat bjóðum við upp á stóran vínseðil frá öllum heimsálfum svo þjónar okkar öðlast mikilvægan fróðleik um mat, drykk og framreiðslu sem mun nýtast út lífið.
Við erum bæði með opna stöðu í hlutastarf 25% og hlutastarf 50%. Vinna fer alla jafna fram á kvöldin frá miðvikudegi til sunnudags. Lokað er mánudaga og þriðjudaga.
Hæfnikröfur:
Umsækjandi verður að hafa náð 18 ára aldri.
Reynsla af svipuðum störfum er einkar æskileg.
Æskilegt að viðkomandi búi nálægt eða hafi aðgang að bíl.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu