Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá tímabilið 14.08.2017-15.08.2018

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 11/04/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Nemendur á sjúkraliðabraut sem óska eftir starfsþjálfun á Landspítala sækja um hér. Hér er eingöngu sótt um starfsþjálfun sem er hluti náms samkvæmt námskrá og er jafnframt launaður hluti þess (ekki verknám, ekki vinna).

Til þess að umsókn teljist gild og leitað verði að plássi fyrir nemanda, þarf umsóknin að uppfylla eftirfarandi skilyrði;
» Tilgreint hvaða tímabil (upphaf og endir) óskað er eftir, fjölda vikna og vinnuhlutfall. Þetta er skráð neðst í "Annað."
» Vottorð frá skólanum fylgir sem viðhengi. Þar vottar skólinn að umsækjandi hafi lokið öllum áföngum sem eru nauðsynlegir undanfarar starfsþjálfunar sem sótt er um. Best er að vottorðið fylgi með strax þegar sótt er um en ef það er ekki mögulegt skal það gert síðar en þá þarf jafnframt að láta vita að það hafi verið gert með tölvupósti til neðangreindrar. Umsóknin telst ógild fram að þeim tíma og ekkert unnið með hana á meðan og því er ekkert unnið með því að leggja inn umsókn án vottorðs. Frumriti vottorðs skal síðan skila til viðkomandi yfirmanns ef af starfsþjálfun verður.
» Skrá í hvaða skóla umsækjandi er.

Ef umsækjandi hefur verið í vinnu, vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á Landspítala þarf að geta þess í "Annað" neðst í umsókninni. Einnig ef óskað er eftir vissri deild eða sviði.

Vegna mikilla breytinga í starfsemi Landspítala er ekki unnt að bjóða öllum nemendum starfsþjálfun sem þess óska og er nemendum því ráðlagt að sækja einnig um á öðrum vinnustað.
Mikilvægt er að vanda umsóknir. Haft verður samband við þá nemendur sem eru með gilda umsókn og geta fengið pláss en ekki er hægt að gefa upp hvenær það verður gert.

Nemendur eru beðnir um að draga umsókn sína til baka ef þeir hafa fengið starfsþjálfun annars staðar. Hægt er að gera það í kerfinu eða með tölvupósti til Arabellu, arabella@landspitali.is

Helstu verkefni og ábyrgð » Verkefni og ábyrgð er mismunandi

» Verkefni og ábyrgð er mismunandi

Hæfnikröfur » Að vera í virku námi samkvæmt ofanskráðu

» Að vera í virku námi samkvæmt ofanskráðu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 50 - 100% Umsóknarfrestur 15.08.2018 Nánari upplýsingar Jórunn Andreasdóttir, jorunnan@landspitali.is, 543 1330 LSH Landspítali Eiríksgötu 5 101 Reykjavík