Viltu vera á skrá? Öryggisverðir á Landspítala

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 11/04/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn fyrir starf öryggisvarðar á Landspítala.

Öryggisverðir annast öryggis- og vaktþjónustu á Landspítala allan sólarhringinn alla daga ársins. Markmiðið er að tryggja öryggi sjúklinga, starfsmanna og annarra sem erindi eiga á spítalann auk þess að veita góða þjónustu.

Starfshlutfall er 100% (vaktavinna)

Umsóknum þessum verður ekki svarað sérstaklega heldur hafa stjórnendur samband við umsækjendur sem þeir hefðu hug á að bjóða starf.

Ef einstök sumarstörf verða auglýst þarf að sækja um þau sérstaklega.

Vinsamlegast skráið sérstakar óskir í reitinn "annað" í umsókn og skráið einnig ef þið hafið unnið áður á Landspítala.
Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út.

Helstu verkefni og ábyrgð » Öryggisgæsla og eftirlit
» Vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa
» Lyklavarsla, opnanir og lokanir húsa
» Móttaka þjónustubeiðna og upplýsingaþjónusta
» Bregðast við í neyðartilfellum

» Öryggisgæsla og eftirlit
» Vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa
» Lyklavarsla, opnanir og lokanir húsa
» Móttaka þjónustubeiðna og upplýsingaþjónusta
» Bregðast við í neyðartilfellum

Hæfnikröfur » Rík þjónustulund og jákvæðni
» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Íslensku og enskukunnátta
» Tölvukunnátta

» Rík þjónustulund og jákvæðni
» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Íslensku og enskukunnátta
» Tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 28.09.2018 Nánari upplýsingar Pálmi Þór Ævarsson, palmiaev@landspitali.is, 824 5230 LSH Öryggi Hringbraut 101 Reykjavík