Skrifstofustarf - móttökuritari

 • Jónatansson & Co lögfræðistofa
 • Suðurlandsbraut, Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf Önnur störf

Um starfið

Jónatansson & Co lögfræðistofa auglýsir eftir reynsluríkum skrifstofumanni til að annast fjölbreytt skrifstofustörf í hlutastarfi.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með móttöku, símasvörun
 • Skönnun og skjalavistun,
 • Ritvinnslu og ljósritun, innkaup á rekstrarvörum
 • Önnur tilfallandi störf fyrir stofuna.

Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
 • Reynsla af almennum skrifstofustörfum, starfsreynsla á lögfræðistofu er æskileg en þó ekki skilyrði.
 • Reynsla í skjalastjórnun, t.d. í Onesystems skjalakerfinu
 • Góð færni í Word og almenn tölvukunnátta
 • Nákvæmni, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og snyrtimennska.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Vinnutími frá 9 - 15 eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí.