
Aðalbókari óskast í fjármáladeild Mosfellsbæjar
VIÐ LEITUM AÐ DRÍFANDI OG METNAÐARFULLUM EINSTAKLINGI Í STARF AÐALBÓKARA
Fjármáladeild Mosfellsbæjar er stoðdeild sem sér um umsýslu fjármála bæjarins. Deildin sinnir bókhaldi, greiðslu reikninga, innheimtu og álagningu gjalda. Fjármáladeild hefur með höndum verkstjórn við fjárhagsáætlanagerð, árshlutauppgjör og gerð ársreiknings. Í deildinni starfa fjármálastjóri, verkefnastjóri, innheimtufulltrúi, aðalbókari og bókari. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Mosfellsbæjar, stýrir bókhaldsvinnu sveitarfélagsins og gerð uppgjörs.
Fjárhagskerfi fjármáladeildar er Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV).
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Viðskiptafræðimenntun af fjármála- eða endurskoðunarsviði og/eða meistarapróf í reikningsskilum er skilyrði
• Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga ásamt lögum um virðisaukaskatt og reglum um undanþágur fyrir sveitarfélög
• Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Gerð verkferla og samþætting Dynamics BC (NAV) við önnur kerfi
• Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
• Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni
• Frumkvæði sjálfstæði og skipulagshæfni
• Mjög góð tölvukunnátta og færni í Excel
• Mjög góð þekking og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kostur
• Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2021.
Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur J. Lockton fjármálastjóri í síma 525 6700. Um
framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga
og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á mosfellsbaer.hcm.is.