Háskólinn á Akureyri
Fræði til framtíðar
Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu á kjörsviði samfélagsgeðhjúkrunar. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu á sviði samfélagsgeðþjónustu.
Starfið felur í sér að hafa umsjón með námskeiðum í samfélagsgeðhjúkrun, fræðilega og klíníska kennslu og stjórnun við námsbraut fagnáms sjúkraliða. Aðjúnktsstaðan er án rannsóknarskyldu. Næsti yfirmaður er deildarforseti. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst 2023. Ráðning er tímabundin til tveggja ára.
Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða. Námið er 60 ECTS einingar, tekið á tveimur árum og gert er ráð fyrir að nemendur starfi við sitt kjörsvið á námstímanum. Starfinu fylgir möguleiki á þátttöku í þróunarstarfi og uppbyggingu fagmenntunar heilbrigðisstétta til framtíðar auk kennslu í samfélagsgeðhjúkrun, öldrunar- og heimahjúkrun, klínískri kennslu á vettvangi og í hermisetri.
Umsókn skal fylgja:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautar fagnáms sjúkraliða við Háskólann á Akureyri.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 með síðari breytingum, og reglur fyrir Háskólann á Akureyri. nr. 387/2009. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Starfshlutfall er 49%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Þorbjörg Jónsdóttir, Deildarforseti
–
[email protected]
–
4608477
Hafdís Skúladóttir, Námsbrautarstjóri
–
[email protected]
–
4608456
Lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar hjá...
Sækja um starfAðjúnkt í öldrunar- og heimahjúkrun Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts í hjúkrunarfræði við námsbraut fagnáms...
Sækja um starfDoktorsnemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er með laust fullt starf doktorsnema í umhverfisfræði vegna verkefnisins „Íslenskt móberg...
Sækja um starfDoktorsnemi við rannsóknir á þroskun næriþekjufruma og meðgöngueitrun – Háskóli Íslands Við leitum að áhugasömum og duglegum doktorsnema til að...
Sækja um starfLektor í iðnaðarverkfræði Laust er til umsóknar starf lektors í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði,...
Sækja um starfDoktorsnemi í íslenskri málfræði Háskóli Íslands auglýsir starf doktorsnema við nýtt og spennandi verkefni á Hugvísindasviði. Um er að ræða...
Sækja um starf