Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólameistara FB.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti menntar fólk til lokaprófs úr framhaldsskóla. Sýn skólans er að efla einstaklinga til þess að skapa kærleiksríkt sjálfbært samfélag og gildi skólans eru: virðing, fjölbreytni, sköpunarkraftur.
FB er skóli Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Stefnumið skólans eru þessi:
Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur náið með honum við daglega stjórn og rekstur skólans. Sjá nánar í 8. grein laga um framhaldsskóla frá 2008 og 5. grein reglugerðar um starfslið og skipulag framhaldsskóla frá 2007.
Helstu verkefni aðstoðarskólameistara eru:
Aðstoðarskólameistari skal hafa starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95 frá 2019 og reglugerð nr. 1355 frá 2022 og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi.
Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfni, frumkvæði og áhuga á árangri og velferð nemenda, góðan skilning á skólastarfi og þekkingu á innviðum framhaldsskólans.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað í gegnum Starfatorg og skal náms- og starfsferilsskrá fylgja með innsendri umsókn ásamt prófskírteinum og þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningarferlinu. Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Áskilinn er réttur til að nýta umsóknina í 6 mánuði frá ráðningu.
Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð.
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Skólameistari
–
[email protected]
–
8992123
Embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík er opinber framhaldsskóli og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1979 en...
Sækja um starfEmbætti rektors Menntaskólans í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjarkerfi. Skólinn býður upp á nám á tveimur...
Sækja um starfEmbætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri Menntaskólinn á Akureyri er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjakerfi en náminu er þó skipt í áfanga...
Sækja um starfDeildarstjóri óskast til starfa á Sjúkra- og göngudeild HSU í Vestmannaeyjum HSU leitar eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem vill takast á...
Sækja um starfSkrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Laust er til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðuneytið...
Sækja um starfDeildarstjóri í upplýsingatæknideild Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu deildarstjóra í upplýsingatæknideild. Um spennandi, krefjandi...
Sækja um starf