Sjúkraþjálfari óskast til starfa við bráðadeildir Sjúkrahússins á Akureyri. Um 9 mánaða afleysingarstarf er að ræða og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Faglegur yfirmaður er Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfari og forstöðulæknir er Arna Rún Óskarsdóttir.
Sjúkraþjálfarar við SAk starfa á tveimur starfsstöðvum, á bráðadeildum sjúkrahússins við Eyrarlandsveg og á Kristnesspítala þar sem fram fara endurhæfinga- og öldrunarlækningar.
Í starfinu felst almenn vinna sjúkraþjálfara í þverfaglegu umhverfi. Um fjölbreytt starf er að ræða, áhersla er lögð á góða þjónustu við skjólstæðinga, þverfaglegt samstarf og faglega þróun sjúkraþjálfunar. Verkefni og ábyrgð eru í samræmi við reynslu.
Staðan sem um ræðir er við bráðadeildir. Um er að ræða dagvinnu og einstaka vakt um helgar ef reynsla er fyrir hendi.
Umsækjendur skulu hafa fullgilt próf í sjúkraþjálfun og íslenskt starfsleyfi. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, reynslu og áhuga, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi.
Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.08.2022
Ragnhildur Jónsdóttir
–
[email protected]
–
860-0547
Arna Rún Óskarsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Sérfræðilæknir í endurhæfingarlækningum á Landspítala Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í endurhæfingarlækningum við endurhæfingardeild Landspítala á Grensási. Til greina...
Sækja um starfKlínískur lyfjafræðingur óskast til starfa á Landspítala Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni? Fórst þú í lyfjafræði til að...
Sækja um starfSérhæfður starfsmaður og móttökuritari- áhugavert starf Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérhæfðum aðstoðarmanni í fjölbreytt starf í á röntgendeild...
Sækja um starfViltu vinna hjá framsæknu og skemmtilegu fyrirtæki? Við erum að stækka og leitum því að öflugum liðsfélögum. Starfslýsing Hönnun,...
Sækja um starfLífeindafræðingur eða náttúrufræðingur Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til starfa á ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um...
Sækja um starfMS Setrið óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 80-100% starf. Við leitum að öflugum hjúkrunarfræðingi með áhuga á að taka...
Sækja um starf