
Almennur læknir/ tímabundið starf á líknardeild
Starfið er tímabundið til eins árs en möguleiki er á ráðningu til skemmri tíma, en þó ekki skemur en 6 mánuði. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. janúar 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
» Þátttaka í ráðgjöf til sérhæfðrar heimaþjónustu og líknarráðgjafarteymis
» Vinna við meðferð sjúklinga á göngudeild
Skapað verður tækifæri fyrir almennan lækni sem ræður sig til lengri tíma, til þess að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengt deildinni. Almennur læknir tekur ekki vaktir á líknardeild en getur sóst eftir vöktum á lyflækningadeildum spítalans.
» Reynsla í lyflækningum er góður kostur
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
» Fagleg vinnubrögð
» Gott vald á íslensku máli
Frekari upplýsingar um starfið
Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfi
» Ferilskrá
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.