
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðamóttöku Landspítala
Við sækjumst eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun bráðasjúklinga sem og áhuga á stjórnun, gæða- og umbótastarfi. Ráðið verður í starfið frá 15. mars 2021 eða eftir nánara samkomulagi.
Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið afar fjölbreytt. Starfið felur í sér góða teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á bráðafræðum og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Skipulögð, vönduð og öguð vinnubrögð
- Þekking á tölvukerfum Landspítala
- Þekking á þjónustuþáttum Landspítala
- Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi auk kynningarbréfs. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.