
Aðstoðardeildarstjóri á skurðstofur Hringbraut
Deildin heyrir undir skurðstofu- og gjörgæslukjarna. Þar eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar um 10 þúsund aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi.
Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
» Ber ábyrgð á sérstökum verkefnum varðandi rekstur, mönnun og skipulag hjúkrunar sem viðkomandi er falið af deildarstjóra
» Er leiðandi í umbótastarfi og framþróun hjúkrunar á deildinni
» Ber ábyrgð á framkvæmd hjúkrunar, mönnun og rekstri í fjarveru deildarstjóra
» Er virkur þáttakandi í stjórnendateymi deildarinnar.
» Starfsreynsla á sviði skurðhjúkrunar
» Sérnám í skurðhjúkrun er skilyrði
» Afburða lipurð, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
» Áhugi á verkefnastjórnun, umbóta- og gæðastarfi
» Leiðtogahæfni, þekking og áhugi á stjórnun og teymisvinnu
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi auk kynningarbréfs. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.