Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra á skrifstofu Sálfræðideildar Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að ræða.
Við leitum að deildarstjóra til að stýra daglegri starfsemi á skrifstofu Sálfræðideildar í takt við stefnu Heilbrigðisvísindasviðs og Háskóla Íslands HÍ26. Viðkomandi mun vinna náið með forseta Sálfræðideildar, deildarráði, starfsfólki deildar, rekstrarstjóra og starfsfólki á sviðsskrifstofu. Á deildarskrifstofunni starfa þrír starfsmenn auk deildarstjóra.
Sálfræðideild er til húsa í Nýja Garði við Sæmundargötu 2 og er þar í hringiðu háskólasamfélagsins. Á skrifstofu deildarinnar er veitt margvísleg þjónusta í tengslum við nám, kennslu og rannsóknir í deildinni. Deildin býður upp á nám á öllum námsstigum og þar stundar fjölbreytilegur hópur nemenda nám og setur líflegan svip á starfsemina.
Í stefnu Háskóla Íslands – HÍ26 – er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika meðal starfsfólks í stoðþjónustu skólans.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru ríflega 400 og nemendur um 3300. Þá koma ríflega 1000 stundakennarar að kennslu innan sviðsins á hverju ári.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Erna Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs
–
[email protected]
–
5255889
Sérfræðingur í áhættugreiningu og -mati hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og...
Sækja um starfSérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ eða...
Sækja um starfSérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ. Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi,...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði rafmagns- og vöruöryggis Vilt þú taka þátt í að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði fyrir alla? Húsnæðis-...
Sækja um starfÍ nýju matvælaráðuneyti mætast málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu og skógræktar. Áhersla er lögð á loftslagsmál, aðgengi að hollum mat...
Sækja um starfSérfræðingur í skattrannsóknum tengdum peningaþvætti Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að...
Sækja um starf