
Deildarstjóri málningar-, ljósa- og rafmagnsdeildar – BAUHAUS
Við leitum að kröftugum aðila til að stýra málningardeild og ljósa- og rafmagnsdeild BAUHAUS. Deildarstjóri ber meðal annars ábyrgð á mannaráðningum, pöntunum og fylgist með nýjungum á markaði. Um fjölbreytt og spennandi starf er að ræða í öruggu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á öllu því sem viðkemur deildunum
- Umsjón með framtíðarvöruvali og þjónustu
- Virk þátttaka í að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina
- Umsjón með starfsmannahaldi, ráðningum, starfslokaviðtölum og þjálfun starfsmanna
- Tryggja gott upplýsingaflæði til starfsfólks og viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Iðnmenntun og/eða reynsla af málningarvinnu er mikill kostur
- Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði
- Góð almenn tölvuþekking
- Gott vald á íslensku og ensku
BAUHAUS er vaxandi fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi og leggur sig fram við að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið. Markmið BAUHAUS er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval, faglega þekkingu og góða þjónustu. Í 22.000 m2 vöruhúsi í Reykjavík býður BAUHAUS upp á margskonar þjónustu undir einu þaki.
Umsóknum fylgi starfsferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á jobs.50skills.com.