Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra hjá Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands, NHÍ (áður Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands) sem heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands.
NHÍ býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir verðandi og núverandi nemendur skólans.
NHÍ veitir nemendum skólans stuðning og þjónustu meðan á námi stendur, þ.e. námsráðgjöf, starfsráðgjöf, ráðgjöf um úrræði í námi og prófum og sálfræðiþjónustu. Nemendaráðgjöf veitir m.a. upplýsingar um námsleiðir, aðstoð við námsval, námsvenjur, gagnleg vinnubrögð í námi og leiðbeiningar um undirbúning fyrir atvinnulífið. Þá er yfirumsjón með vef Tengslatorgs Háskóla Íslands, www.tengslatorg.is á vegum NHÍ. Í Háskóla Íslands er lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms og hefur NHÍ umsjón með úrræðum fyrir nemendur í námi og prófum, s.s. vegna fötlunar, veikinda og sértækra námsörðugleika. Í NHÍ veita sálfræðingar nemendum skólans sálfræðiþjónustu og eru viðtölin gjaldfrjáls.
Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra kennslusviðs og vinnur náið með öðru starfsfólki skólans. Jafnframt er mikil samvinna við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa annarra menntastofnana. Enn fremur er NHÍ í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnana íslensks samfélags og erlenda fagaðila.
Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi NHÍ, þróun hennar og stefnumótun í samráði við annað starfsfólk NHÍ og í samræmi við stefnu Háskóla Íslands á hverjum tíma. Deildarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri NHÍ og hefur yfirsýn yfir helstu verkþætti og vinnu allra teyma innan NHÍ.
Deildarstjóri ber einnig fjárhags- og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi NHÍ og stýrir starfsmannamálum einingarinnar, en í allt starfa þar um 17 manns. Deildarstjóri tekur þátt í störfum nefnda og stjórna ef þess er óskað og sinnir ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ráðið verður í starfið frá og með 1. mars 2023 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Róbert H. Haraldsson , Sviðsstjóri kennslumála
–
[email protected]
–
5254277
Embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjarkerfi. Skólinn býður upp á nám á tveimur...
Sækja um starfRáðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í innviðaráðuneytinu. Verkefni ráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal...
Sækja um starfEmbætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík er opinber framhaldsskóli og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1979 en...
Sækja um starfEmbætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri Menntaskólinn á Akureyri er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjakerfi en náminu er þó skipt í áfanga...
Sækja um starfDeildarstjóri óskast til starfa á Sjúkra- og göngudeild HSU í Vestmannaeyjum HSU leitar eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem vill takast á...
Sækja um starfDeildarstjóri Bygginga- og tæknideildar Háskóli Íslands leitar nú eftir öflugum stjórnanda í starf deildarstjóra Bygginga- og tæknideildar sem er ein...
Sækja um starf