Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands auglýsir starf doktorsnema við nýtt og spennandi verkefni á Hugvísindasviði. Um er að ræða fullt starf í þrjú ár við verkefnið Svæðisbundinn framburður, viðhorf og málbreytingar í rauntíma sem er styrkt af Rannsóknasjóði. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum umsækjendum með meistarapróf í íslenskri málfræði eða almennum málvísindum. Doktorsnámið felur í sér rannsókn á svæðisbundnum framburði í íslensku, viðhorfum og þróun í máli einstaklinga. Doktorsneminn verður að hefja störf í síðasta lagi 1. september 2023.
Markmið rannsóknarverkefnisins er að kanna hvernig einstaklingar breyta framburði sínum á lífstíð sinni og hvaða áhrif meðvituð og ómeðvituð viðhorf til máls hafa á slíkar málbreytingar. Verkefninu er ætlað að kortleggja núverandi stöðu svæðisbundinna mállýskna á Íslandi á þann hátt að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar við niðurstöður fyrri yfirlitsrannsókna af sama toga. Doktorsrannsókninni er ætlað að bæta við fyrri þekkingu á eðli málbreytinga í tungumálum almennt og á að fela í sér markvert framlag á sviði hljóðkerfisfræði og félagslegra málvísinda. Doktorsneminn skal vera skráður í fullt nám við Háskóla Íslands á styrktímabilinu. Leiðbeinendur eru dr. Ásgrímur Angantýsson, prófessor í íslensku nútímamáli og dr. Finnur Friðriksson dósent í íslensku við Háskólann á Akureyri.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Doktorsneminn innritast í doktorsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Umsækjandinn sem verður fyrir valinu sækir í samráði við leiðbeinendur um inntöku í doktorsnám við Háskóla Íslands áður en formleg ákvörðun um ráðningu er tekin. Tekið er við umsóknum í doktorsnámið utan hefðbundins umsóknartímabils doktorsnáms og umsækjandanum verður leiðbeint í gegnum ferlið.
Með umsókn skulu fylgja:
Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að þrjá mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Laun verða samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara (fh.hi.is) og Fjármálaráðuneytis.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023
Ásgrímur Angantýsson
–
[email protected]
–
525 5372
Finnur Friðriksson
–
[email protected]
–
460 8575
Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á...
Sækja um starfLektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar hjá...
Sækja um starfLektor í iðnaðarlíftækni Laust er til umsóknar fullt starf lektors í iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands. Iðnaðarlíftækni er þverfræðileg meistaranámsleið innan...
Sækja um starfSérkennari og sviðsstjóri á starfsbraut Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-,...
Sækja um starfSérkennari/þroskaþjálfi Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir umsókn um starf sérkennara/þroskaþjálfa með full kennsluréttindi við Starfsbraut skólans fyrir skólaárið 2023-2024 í...
Sækja um starfLíffræði- og jarðfræðikennsla við Menntaskólann að Laugarvatni skólaárið 2023-2024 Menntaskólinn að Laugarvatni óskar eftir að ráða kennara í náttúruvísindakennslu frá...
Sækja um starf