Við leitum að áhugasömum og duglegum doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni sem snýr að rakningu á ferðalagi næriþekjufruma í þroskun fylgju og meðgöngueitrun. Verkefnið verður unnið undir handleiðslu Dr. Guðrúnar Valdimarsdóttur, dósents við læknadeild HÍ, sem jafnframt verður umsjónarkennari. Verkefnið er unnið í samvinnu við Aristidis Moustakas, prófessor við Uppsalaháskóla. Nemandinn mun tilheyra GPMLS framhaldsnemaprógramminu (Graduate program in molecular life sciences), sem er rammi utan um framhaldsnám í sameindalífvísindum á Íslandi, þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf vísindafólks þvert á deildir og stofnanir til að stuðla að öflugra framhaldsnámi.
Verkefnið snýr að rannsóknum á sérhæfingu næriþekju-stofnfruma og meðgöngueitrun. Helstu aðferðir sem notaðar verða eru: Tvíþætt EMT/MEndT klöguskjóðukerfi (reporter system) í næriþekju-stofnfrumum, RNA raðgreining (RNA sequencing), og CUT&RUN aðferðina til að greina bindiset próteina í erfðamenginu. Einnig verður gerð mótefnalitun á fylgjusýnum kvenna með og án meðgöngueitrunar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Lífvísindasetur Háskóla Íslands (www.lifvisindi.hi.is) er samstarf allra þeirra sem vinna að lífvísindum við háskóla og stofnanir á Íslandi. Setrið hefur byggt alþjóðlega samkeppnishæfa aðstöðu til rannsókna á sviði lífvísinda en innan þess starfa á annað hundrað vísindamanna og nemenda.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.07.2022
Guðrún Valdimarsdóttir, dósent
–
[email protected]
Starfamerkingar: Háskóli Íslands