Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er með laust fullt starf doktorsnema í umhverfisfræði vegna verkefnisins „Íslenskt móberg bjargar heiminum?“. Verkefnið hefur verið fjármagnað til þriggja ára.
Stutt lýsing á verkefninu: Almennt er talið að u.þ.b. 8% af allri kolefnislosun heims sé rakin til framleiðslu sements. Við erum í einstakri stöðu til þess að þróa og innleiða nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem gerðar voru af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengist byggingariðnaði á Íslandi og víðar. Þetta verkefni mun þess vegna skila verulegum virðisauka á Íslandi og staðfesta stöðu Íslands sem vettvangur áþreifanlegrar nýsköpunar á sviði vistvænni mannvirkjagerðar. Markmið verkefnisins er að rannsaka eiginleika fínmalaðs íslensks móbergs sem íauka í sement til að draga úr kolefnislosun frá byggingariðnaði. Fyrstu rannsóknir benda eindregið til þess að móberg gæti hentað afar vel í þessum tilgangi.
Markmið verkefnisins er þríþætt en hér er verið að auglýsa eftir doktorsnema í fyrsta markmið verkefnisins:
1. Rannsóknir á umhverfisávinningi
2. Jarðfræðilegar rannsóknir
3. Efnisfræðilegar rannsóknir
Aðferðarfræði: Rannsóknin verður framkvæmd með aðferðarfræði lífsferilsgreiningar (LCA, Life cycle assessment).
Akademískt umhverfi: Verkefnið veitir frábært tækifæri til þess að vinna doktorsritgerð samhliða því að vinna að lausnum í einu mikilvægasta verkefni samtímans sem þáttakandi í mjög afkastamiklu og hvetjandi teymi fræðimanna. Auk ritgerðirnar mun doktorsnemandinn fá að leggja fram nýjar og vísindalegar nálganir um málefni sem hefur mikinn samfélagslegan ávinning. Starfið heyrir undir Umhverfis- og byggingarverkfræði en verkefnið er mjög þverfaglegt. Sá umsækjandi sem valinn er mun ganga í doktorsnám í ,,Umhverfisfræði“ við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknarteymið er í nánu samstarfi í gegnum verkefnið.
Tegund ritgerðar: Ritgerðin verður í formi greinasafns. Þetta þýðir að valinn aðili birtir 3-5 fræðilegar tímaritsgreinar í samvinnu við rannsóknarteymi á meðan á doktorsnámi stendur, þar sem greinarnar eru meginefni ritgerðarinnar. Í lokin er safnhluti sem dregur saman niðurstöður úr greinunum og rökstyður helstu fullyrðingar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi námsbraut og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal skrifuð á ensku og skal innihalda: i) kynningarbréf þar sem áhuga á starfinu er lýst ii) ferilskrá (starfsreynsla, hæfni sem tengist verkefninu, ritskrá ef einhver er), iii) afrit af prófskírteinum (BSc og MSc) ásamt einkunnadreifingu iv) Tvö meðmælabréf og upplýsingar. Um hvernig hafa má samband við meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Jukka Taneli Heinonen, Prófessor
–
[email protected]
–
8230064
Líffræði- og jarðfræðikennsla við Menntaskólann að Laugarvatni skólaárið 2023-2024 Menntaskólinn að Laugarvatni óskar eftir að ráða kennara í náttúruvísindakennslu frá...
Sækja um starfEnskukennari óskast Hjá FVA eru laus til umsóknar staða kennara í ensku, skólaárið 2023-2024. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli...
Sækja um starfNýdoktor við Lífvísindasetur Staða nýdoktors við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laus til umsóknar....
Sækja um starfFramhaldsskólakennari í rafvirkjun Laus er til umsóknar staða kennara í rafiðngreinum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. FVA er framsækinn og...
Sækja um starfLektor í iðnaðarverkfræði Laust er til umsóknar starf lektors í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði,...
Sækja um starfDoktorsnemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands Háskóli Íslands, námsbraut í náms- og starfsráðgjöf auglýsir doktorsnemastyrk til 3ja...
Sækja um starf