Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf dósents í lífeindafræði á fræðasviði erfðafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Dósentinn mun sinna kennslu í erfðafræði með áherslu á kennslu í grunnnámi, en kennsla er 48% hluti starfsskyldna. Starfsskyldur dósentsins felast einnig í rannsóknum á fræðasviðinu (40%) og stjórnun (12%) í tengslum við kennslu og rannsóknir eða í tengslum við verkefni á vegum fræðasviðs, deildar, háskólaráðs eða rektors.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Læknadeildar.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. apríl 2023, eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Innan Háskólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín.
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.02.2023
Ásbjörg Ósk Snorradóttir, námsbrautarstjóri
–
[email protected]
–
525 4898
Þórarinn Guðjónsson, forseti Læknadeildar
–
[email protected]
–
525 4879
Nýdoktor í jarðhitavísindum við jarðvísindadeild Við leitum af nýdoktor til starfa á sviði jarðhitavísinda við Háskóla Íslands. Verkefnið snýr að tilraunum...
Sækja um starfDoktorsnemi í rannsókn á vistfræði, erfðafræði og ræktun burnirótar Háskóli Íslands leitar að dugmiklum og áhugasömum doktorsnema í nýtt og...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfDoktorsnemi við rannsóknir á þroskun næriþekjufruma og meðgöngueitrun – Háskóli Íslands Við leitum að áhugasömum og duglegum doktorsnema til að...
Sækja um starfLektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu lektors við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á...
Sækja um starf