Matvælastofnun auglýsir eftir dýralækni til starfa inn- og útflutningsdeild sem er með aðsetur í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% starf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni eftirlitsdýralæknisins eru útgáfa heilbrigðisvottorða vegna útflutnings búfjár- og sjávarafurða. Í því felst m.a. mat á gögnum og samskipti við hagaðila. Einnig vinna að aðgengi íslenskra afurða að erlendum mörkuðum. Auk þess önnur verkefni á inn- og útflutningsdeild svo sem eftirlit með innflutningi gæludýra og dýraafurða. Lögð er áhersla á teymisvinnu og umbætur í verklagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Dýralæknafélag Íslands hafa gert.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrund Hólm deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar í gegnum tölvupóst ([email protected]) eða í síma530 4800. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur. Sækja skal um í Starfatorg.
Umsóknarfrestur er til og með 03. febrúar 2023. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Hrund Hólm, Deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar
–
[email protected]
–
4304800
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSérfræðingur í hættumati með áherslu á snjóflóð og skriður Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði hættumats í fullt starf...
Sækja um starfSérfræðingur í þróun matsaðferða Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og stafræna þróun?Húsnæðis-...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði rafmagns- og vöruöryggis Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og...
Sækja um starfMatvælaráðuneytið auglýsir starf sérfræðings á skrifstofu landbúnaðar. Í nýju matvælaráðuneyti, MAR, mætast málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu og...
Sækja um starfSérfræðingur í áhættugreiningu og -mati hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og...
Sækja um starf