
Einstaklingur í skjalagerð
Vegna aukinna umsvifa leitum við að metnaðarfullum einstaklingi til að slást í hóp öflugra starfsmanna hjá Eignamiðlun. Við erum elsta starfandi fasteignasala á Íslandi og erum í stöðugri þróun í breytilegu og krefjandi umhverfi á fasteignamarkaðinum. Við leitum að löggiltum fasteignasala sem er metnaðarfullur, vandvirkur og góður í mannlegum samskiptum. Viðkomandi mun eingöngu starfa í skjalagerð og þarf að geta sinnt öllu er varðar skjalagerð í fasteignasölu.
Menntun og hæfniskröfur
• Löggiltur fasteignasali
• Skipulagshæfni
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð tölvufærni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, gudlaugur@eignamidlun.is. Umsóknir skal senda á netfangið gudlaugur@eignamidlun.is.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og hvetjum við alla sem telja sig búa yfir þeirri getu og færni sem leitast er eftir til að sækja um starfið.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu