Kvennaskólinn í Reykjavík er opinber framhaldsskóli og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1979 en var upphaflega stofnaður árið 1874. Kvennaskólinn er hefðbundinn bóknámsskóli með bekkjakerfi og býður upp á nám á þremur brautum til stúdentsprófs, félagsvísindabraut, hugvísindabraut og náttúruvísindabraut.
Við skólann starfa 74 starfsmenn og er fjöldi nemenda um 640.
Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá ber skólameistari ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Að auki gegnir skólameistari mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. ágúst 2022.
Um ráðningu og launakjör skólameistara fer eftir 39. gr. a í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 2. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Með umsókn skal fylgja 1) ítarleg starfsferilskrá með upplýsingum um núverandi starf umsækjanda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, 2) kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur samkvæmt starfsauglýsingu og 3) greinargerð um framtíðarsýn fyrir Kvennaskólann í Reykjavík út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum í skólastarfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björg Pétursdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu í gegnum netfangið [email protected]
Við skipun í embætti hjá mennta- og barnamálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.
Athygli er vakin á því að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er ráðuneytinu skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. Nöfn allra umsækjenda ásamt starfsheitum verða birt á vef ráðuneytisins og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2022
Björg Pétursdóttir, Skrifstofustjóri
–
[email protected]
–
545 9500