
Embætti skrifstofustjóra Landsréttar
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Landsréttar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skrifstofustjóri stýrir daglegum rekstri dómstólsins eftir nánari ákvörðun forseta réttarins og í umboði hans, auk þess að gegna öðrum störfum sem forseti kann að mæla fyrir um, sbr. 23. gr. laga nr. 50/2016. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hæfnikröfur
- Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
- Þekking og reynsla á sviði réttarfars og stjórnsýslu.
- Þekking á rekstri og starfsemi dómstóla.
- Stjórnunarhæfileikar, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Tölvufærni og þekking á sviði upplýsinga- og tæknimála.
Frekari upplýsingar um starfið
Forseti Landsréttar skipar í embættið til fimm ára. Laun og starfskjör skrifstofustjóra fara eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist með rafrænum hætti á netfangið landsrettur@landsrettur.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embætti liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir
Nánari upplýsingar veitir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í síma 432-5300. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2021.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu