Fasteignasali – skjalagerð
Við óskum eftir að ráða til starfa reyndan fasteignasala til að annast skjalagerð. Í starfinu felst gerð kaupsamninga, uppgjöra og allra skjala sem tengjast sölu fasteigna.
Starfssvið
• Ábyrgð á skjalagerð, uppgjörum, samskipti við viðskiptavini.
Hæfniskröfur
• Löggilting til sölu fasteigna.
• Reynsla af skjalagerð.
• Lipurð í samskiptum og góðir skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hreint sakavottorð.
Fasteignasali – sala fasteigna
Við óskum eftir að ráða fasteignasala til að annast sölu fasteigna. Viðkomandi þarf að vera löggiltur fasteignasali eða í námi til löggiltingar. Spennandi verkefni eru framundan.
Starfssvið
• Sala fasteigna, samskipti við viðskiptavini.
Hæfniskröfur
• Reynsla af sölu fasteigna.
• Löggilting fasteignasala eða vera í námi til löggiltingar.
• Gott skipulag og sjálfstæði í starfi.
• Eiga auðvelt með mannleg samskipti.
• Hreint sakavottorð
Heimili fasteignasala er rótgrón og traust fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu. Fasteignasalan er staðsett í björtu og fallegu húsnæði við Grensásveg 3, miðsvæðis í Reykjavík.
Mjög góð vinnuaðstaða og jákvætt starfsumhverfi.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið inn umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf til Finnboga Hilmarsonar, fasteignasala, á netfangið finnbogi@heimili.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfamerkingar: Fasteignasali, Heimili, Löggildur fasteignasali, skjalagerð