Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í nýtt teymi innan deildarþjónustu. Deildarþjónusta sinnir ýmis konar stoðþjónustu inn á mismunandi deildum spítalans. Störfin eru fjölbreytt og hugsuð til að veita aðstoð og leysa af eftir þörfum inn á deildum. Til dæmis í býtibúri, ritaraþjónustu, frágangi sýna, ýmsar áfyllingar o.fl. ótilgreind verkefni. Starfsstöð er ýmist við Hringbraut eða í Fossvogi.
Hjá Rekstrarþjónustu starfa um 120 manns við fjölbreytta og mikilvæga þjónustu á deildum við sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku.
Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt sem hefur gaman af því að hreyfa sig og aðstoða í vinnunni. Um er að ræða dagvinnu þar sem vinnutíminn er frá kl. 8-16/10-18 alla virka daga. Hægt er að óska eftir hlutastarfi og fullu starfi með því að skrifa í dálkinn „Annað“ í umsóknarferlinu. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almenn störf, þjónustustörf, þrif, aðstoðarmanneskja, starfsmaður í býtibúr
Starfshlutfall er 20-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023
Hrafnhildur Jónsdóttir
–
[email protected]
Arnar Laufdal Ólafsson
–
[email protected]
Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er...
Sækja um starfSumarafleysingar gjörgæsludeild – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema (verða að hafa lokið 3 árum í hjúkrun)...
Sækja um starfSumarafleysing – Sjúkraliðar á slysa- og bráðamóttökudeild Sumarafleysing Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða á slysa-og bráðamóttökudeild í sumarafleysingar....
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur/nemi – Egilsstaðir – Hjúkrunarheimilið Dyngja – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur/nemi – Eskifjörður – Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða hjúkrunarfræðinema í...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf