
Félagsráðgjafi á öryggis- og réttargeðdeild Landspítala
Á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Félagsráðgjafar heyra undir geðþjónustu meðferðarsviðs Landspítala en starfa á öllum klínískum sviðum spítalans. Öll meðferð er byggð á gagnreyndum aðferðum samkvæmt stefnu Landspítala og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við fjölskyldur og aðstandendur.
Félagsráðgjöfum á Landspítala bjóðast fjölmörg tækifæri til sérhæfingar og starfsþróunar. Starfshlutfall er 100%, æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
» Málastjórn
» Samþætting félagslegra úrræða og gerð meðferðaráætlana
» Eftirfylgd í kjölfar útskrifta og samstarf við sveitarfélög vegna búsetumála
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu geðsviðs
» Áhersla lögð á góða getu til að starfa í þverfaglegu teymi
» Fjölskyldumeðferðarmenntun er kostur
» Fjölbreytt starfsreynsla úr félags- og/ eða heilbrigðisþjónustu er kostur
» Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði sem og framsýni og metnaður í starfi
» Mikilvægt er að viðkomandi geti sýnt frumkvæði í starfi, hafi góða skipulagshæfileika, sé drífandi og geti starfað undir álagi
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.