
Forritari
Össur leitar að forritara til starfa í vöruþróun á rafeindastýrðum lækningabúnaði. Um er að ræða C/C++ forritun á ígreyptum kerfum (embedded systems) sem keyra á ARM örtölvu. Forritarastaðan er í alþjóðlegu teymi sérfræðinga sem vinnur að næstu kynslóð lækningatækja (wearable robotics).
HELSTU VIÐFANGSEFNI OG ÁBYRGÐ
- C/C++ forritun fyrir lækningatæki sem notar ARM örtölvu.
- Þátttaka í þarfagreiningu í samvinnu við innri og ytri aðila.
- Skjölun á kóða.
- Hönnun og útfærsla á skilvirkum prófunarbúnaði og prófunaraðferðum.
- Hugbúnaðarprófanir (verification) samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
- Þátttaka í áhættugreiningu.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
- Háskólapróf á sviði hugbúnaðarþróunar.
- Færni í greiningu og úrlausn vandamála.
- Mjög góð færni í skrifaðri og talaðri ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.
Sótt er um störf á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.