Loftslagsráð leitar að framkvæmdastjóra til að reka skrifstofu og sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði ráðsins. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og metnað fyrir loftslagsmálum, býr yfir góðri samskiptahæfni, reynslu af málefnavinnu og innsýn í stefnur og strauma í íslensku samfélagi, atvinnulífi og stjórnsýslu.
Starfssvið
Menntunar- og hæfniskröfur
Loftslagsráð er fulltrúaráð sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélaga, launþega, neytenda, viðskipta- og atvinnulífs, bænda, háskólasamfélagsins, umhverfisverndarsamtaka og ungs fólks. Formaður og varaformaður eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar.
Ráðið fer ekki með stjórnvaldsheimildir en sækir umboð sitt til laga um loftslagsmál og er ætlað að vera sjálfstætt í störfum sínum og veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf. Það sinnir hlutverki sínu með því að rýna áætlanir stjórnvalda, stuðla að upplýstri umræðu, standa fyrir miðlun upplýsinga og viðburðum um loftslagstengd málefni.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst nk.
Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsjón með starfinu hafa Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.
Starfamerkingar: Framkvæmdastjóri, Loftlagsráð
Persónuvernd leitar að drífandi og kraftmiklum lögfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í samhentu...
Sækja um starfLögmannsstofan Fortis óskar eftir að ráða löglærðan fulltrúa til starfa. Starfið felur í sér hefðbundin lögmannsstörf sem felast m.a. í...
Sækja um starfLegal Officer in the EEA Coordination Division (ECD) The European Free Trade Association (EFTA) is an intergovernmental organisation set up...
Sækja um starfKjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu rennur út hinn 31. október 2022. Evrópuráðið hefur því farið þess á leit að...
Sækja um starf