
Rannsókna- og þróunarstjóri – Blámi
Leitað er að öflugum einstaklingi til að halda utan um þátttöku Bláma í rannsókna- og þróunarverkefnum. Rannsókna- og þróunarstjóri vinnur þétt með framkvæmdastjóra Bláma og hefur frumkvæði að mótun og fjármögnun nýrra verkefna í samstarfi við framkvæmdastjóra, stjórn og hagsmunaaðila. Starfsstöð rannsókna- og þróunarstjóra er á Vestfjörðum.
Helstu verkefni:
- Vinna að mótun og þátttöku Bláma í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum
- Þróa öflugt samstarf við mennta- og rannsóknastofnanir
- Aðstoð við að koma verkefnum Bláma á framfæri
- Verkefnastjórn einstakra verkefna
- Samskipti og tengsl við hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistara- eða doktorspróf sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
- Reynsla af rannsókna- og þróunarstarfsemi
- Reynsla af verkefnastjórn
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Blámi er nýtt samstarfsverkefni á Vestfjörðum sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra í vetni, orkuskiptum og grænni verðmætasköpun
tengdri starfsemi á svæðinu. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Orkubú Vestfjarða og Vestfjarðastofa.
Markmið samstarfsins:
- Styðja við orkuskipti á svæðinu með áherslu á orkuskipti skipa og báta, í flutningum á landi og sjó
- Skapa vettvang fyrir alþjóðleg tilrauna- og þróunarverkefni á sviði orkuskipta
- Starfa með fyrirtækjum og frumkvöðlum á svæðinu að grænni verðmætasköpun og nýsköpun í iðnaði, samgöngum, flutningi og ferðaþjónustu
- Stuðla að grænni þróun Vestfjarða meðþví að kortleggja og markaðssetja orkuauðlindir með áherslu á fjölþætta nýtingu og stuðla að bættri nýtingu svæðisbundinna auðlinda
- Stuðla að bættum innviðum sem styðja við orkutengda nýsköpun
- Stuðla að auknum rannsóknum á sviði orkuskipta með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf
- Vinna að möguleikum Íslands á að verða leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á jobs.50skills.com.