Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í deild skráningar og þjónustu á umferðarsviði stofnunarinnar. Um tímabundna ráðningu til 12 mánaða er að ræða, með möguleika á framlengingu.
Um er að ræða fjölbreytt starf m.a. við móttöku og afgreiðslu viðskiptavina, svörun fyrirspurna, framkvæmd skráninga í ökutækjaskrá, upplýsingagjöf í gegnum síma og ráðgjöf í tengslum við verkefni stofnunarinnar. Starfið felur einnig í sér þátttöku í umbótavinnu þar sem unnið er að einföldun á stjórnsýslu og við stafvæðingu ferla í deildinni. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á umferðaröryggismálum, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður.
Í boði er fjölbreytt og spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun sem starfar í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og góða vinnufélaga.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Sædís Jónasdóttir, Deildarstjóri skráningar- og þjónustudeildar
–
[email protected]
–
4806000
Verkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta-...
Sækja um starfMóttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í starf móttökuritara við heilsugæslustöð...
Sækja um starfSumarstarf bókhald HH Hefur þú brennandi áhuga á tölum og færslu bókhalds? Við leitum að jákvæðum og töluglöggum einstaklingi í...
Sækja um starfStarf gjaldkera laust á innheimtu- og skráasviði Skattsins Viltu slást í hóp einstakra gjaldkera á innheimtu- og skráasviði Skattsins? Við...
Sækja um starfStarfsnám í utanríkisþjónustunni Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám sem ætlað er fólki sem hefur lokið BA-, BS- eða B.Ed.-gráðu og stundar eða...
Sækja um starfÓskum eftir að ráða starfsmann til að starfa á skrifstofu okkar á Selfossi við sölu, tilboðsgerð, ferðaskipulagningu o.fl. Hæfniskröfur:...
Sækja um starf