
Garðyrkjufræðingar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir garðyrkjufræðingum til starfa. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum til að vinna að umhirðu og fegrun grænna svæða í borginni. Á næstu vikum mun ný hverfaþjónustustöð opna á Fiskslóð þar sem unnið verður þvert á fagsvið þeirra sem starfa að umhirðu og fegrun borgarlandsins. Þar skapast ný og spennandi tækifæri til samvinnu við að gera borgina fallega, vistvæna og örugga.
Garðyrkjufræðingar hafa yfirumsjón með garðyrkju og umhirðu á skilgreindum svæðum í borgarlandinu.
• Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands eða sambærileg menntun
• Reynsla af störfum í garðyrkju er æskileg
• Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
• Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
• Almenn ökuréttindi
• Reglusemi og stundvísi
• Líkamleg hreysti
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á storf.reykjavik.is.