
Gobal Product Manager
Össur leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf vörustjóra (Global Product Manager). Vörustjóri hefur yfirumsjón með og stýrir stefnumótun á einni af okkar vörulínum með það að meginmarkmiði að auka arðsama markaðshlutdeild og tekur þar með virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Sem vörustjóri hjá Össuri ertu hluti af alþjóðlegri markaðsdeild og vinnur náið með öðrum deildum fyrirtækisins að þarfagreiningu og í að uppgötva ný tækifæri.
ÁBYRGÐ
-
Mótun og viðhald heildarstefnu vörulínu
-
Staðfærsla og stýring á líftímaskeiði vöru
-
Markaðssetning nýrra og núverandi vara í samráði við aðrar deildir fyrirtækisins
-
Hönnun og innleiðing á markaðsstefnu (Go-to-Market Strategy) í samvinnu við aðrar deildir fyrirtækisins
-
Myndun markaðstengsla (Voice of Customer) og nýting í greiningu og þróun nýrra markaðs- og viðskiptatækifæra
HÆFNISKRÖFUR
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi
-
MBA/meistarapróf er kostur
-
5 ára starfsreynsla við markaðsstörf og/eða viðskiptaþróun
-
Hæfileiki til að stýra og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og þverfaglegri teymisvinnu
-
Alþjóðleg starfsreynsla
-
Sterkir samskiptahæfileikar
-
Mjög góð enskukunnátta
-
Reynsla úr heilbrigðisiðnaði kostur
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.