
Hagfræðingur BHM
BHM leitar að öflugum hagfræðingi með ríka samstarfshæfileika
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum. Hagfræðingur er lykilstarfsmaður hjá bandalaginu, situr í sérfræðingateymi BHM og er verkefnastjóri Kjara- og réttindanefndar BHM. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum sem og formanni og öðru starfsfólki BHM og aðildarfélaga þess.
BHM er heildarsamtök 27 stéttarfélaga háskólamenntaðra á vinnumarkaði. BHM gegnir
lykilhlutverki í hagsmunagæslu fyrir starfsstéttir háskólamenntaðra hér á landi.
Nánari upplýsingar er að finna á www.bhm.is
Hagfræðingur BHM ber m.a. ábyrgð á:
• Umsýslu og umsjón launatölfræði.
• Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni.
• Gagnagrunni BHM, uppfærslu hans og öðrum tölfræðikerfum.
• Að veita aðildarfélögum upplýsingar og greiningar á stöðu og framvindu efnahagsmála.
• Ráðgjöf og fræðslu tengdri kjarasamningum.
• Gerð umsagna um þingmál á sínu sérsviði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum.
• Meistarapróf í hagfræði er skilyrði.
• Marktæk reynsla af hagfræðistörfum.
• Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga.
• Þekking og reynsla af málefnum stéttarfélaga og vinnumarkaðsmálum er kostur.
• Góð þekking á töflureikni og reynsla af vinnslu gagnagrunna.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Færni til að vinna í hópi og hæfni til að leiða mál til lykta.
• Frumkvæði og metnaður.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti, þekking á einu Norðurlandamáli er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á alfred.is.
BHM hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir eða audur@lidsauki.is.
Nánari upplýsingar er að finna á bhm.is
Nánari upplýsingar er að finna á bhm.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á alfred.is.