
Hefur þú brennandi áhuga á hátækni?
Taktu þátt í tæknibyltingu með nýjum hátæknilausnum DTE sem auka öryggi, skilvirkni og sjálfbærni í málmiðnaði á heimsvísu
Taktu þátt í tæknibyltingu með nýjum hátæknilausnum DTE sem auka öryggi, skilvirkni og sjálfbærni í málmiðnaði á heimsvísu
Leiðtogi í verkefnastjórnun
Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum leiðtoga í nýtt og spennandi starf sem felur í sér ábyrgð á verkefnastjórnun og umsjón með mikilvægum verkferlum hjá félaginu. Starfið felur í sér að þróa verkefnaáætlanir og samþætta þvert á ýmis svið félagsins.
Helstu verkefni:
- Að taka þátt í stefnumótun og framtíðarsýn DTE er varðar verkefnastýringu, innra skipulag, uppbyggingu á verk og samskiptaferlum og greiningu og forgangsröðun verkefna
- Vinna í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og vinna að eftirfylgni áætlana
- Vinna að gerð umfangsmats, útbúa áætlanagerðir (tími, kostnaður, fólk og árangursmælikvarðar) og sjónræn miðlun áætlana og stöðu með teymi
Hæfniskröfur og ákjósanlegir eiginleikar:
- Háskólapróf og starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Fyrri reynsla á sviði verkefnastjórnunar og kostnaðaráætlana
- Alþjóðleg vottun er kostur, PMI, IPMA B, C eða D
- Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi sterka leiðtoga- og samskiptahæfileika, geti unnið sjálfstætt og hafi gott skipulag
Sjá ítarlegri starfslýsingu fyrir PMO Manager á heimasíðu DTE
Umsóknarfrestur er til 8. mars
Hugbúnaðarsérfræðingur
Við leitum af drífandi og snjöllum forritara til að hjálpa okkur að þróa og móta nýjar og spennandi stafrænar lausnir fyrir DTE.
Helstu verkefni:
- Þróa og þjónusta nýja platform þjónustu DTE í skýinu
- Þróa lausnir fyrir IoT greiningartæki DTE og róbóta
Hæfniskröfur og ákjósanlegir eiginleikar:
- B.Sc. eða M.Sc. í tölvunarfræði eða mjög góð reynsla
- 3+ ára reynsla í forritun og hugbúnaðargerð
- Reynsla af Python, Typescript, Elixir eða sambærilegu
- Reynsla af SQL Server, PostgreSQL, MySQL
Sjá ítarlegri starfslýsingu fyrir Software Developer á heimasíðu DTE
Umsóknarfrestur er til 15. mars
Gagnasérfræðingur
Við leitum að útsjónarsömum gagnasérfræðingi með brennandi áhuga á að greina rauntímagögn og vinna með tölulegar upplýsingar úr nýjum IoT lausnum DTE. Um er að ræða spennandi framtíðarstarf í rannsóknum og þróun á nýjum gervigreinda- og gagnavísindalausnum.
Helstu verkefni:
- Þróa nýjar lausnir og byggja upp þekkingu á gagnastraumum DTE og viðskiptavina
- Notkun á tölfræðilegum aðferðum til að túlka og nálga niðurstöður
- Þróa gagnadrifnar aðgerðir sem styðja við ákvarðanatöku með birtingu á niðurstöðum í mælaborðum og kynningum
- Túlkun á framleiðslugögnum og bestun á framleiðslustýringum sem hægt er að skoða með prófum og gagnagreiningu
Hæfniskröfur og ákjósanlegir eiginleikar:
- Gráða í gagnavísindum, tölfræði, verkfræði eða sambærilegu
- 5+ ára viðeigandi reynsla
- Hefur áður borið ábyrgð á lausnum sem drifu áfram viðskiptaleg markmið
- Sterk þekking á tungumálum og tólum líkt og Python, R og sambærilegu
- Djúpstæð þekking á vélnámi og gervigreindarlausnum
Sjá ítarlegri starfslýsingu fyrir Data Scientist á heimasíðu DTE
Umsóknarfrestur er til 15. mars
Sérfræðingur í álmelmum
Við leitum að sérfræðingi í efnisfræði álmelma, sem mun hafa umsjón með rannsóknastofu DTE við blöndun og efnagreiningar á fljótandi álbráð og samanburð við efnagreiningar staðlaðra sýna.
Helstu verkefni:
- Umsjón rannsóknastofu, álblöndunar og efnagreininga
- Notkun nýrrar kynslóðar efnagreina fyrir fljótandi málmbráð
- Eiga náið samstarf með viðskiptavinum og öðrum sérfræðingum
Hæfniskröfur og ákjósanlegir eiginleikar:
- Framhaldsnám í Metallurgical/Chemical Engineering
- Yfirgripsmikil þekking og reynsla úr áliðnaði
Sjá ítarlegri starfslýsingu fyrir Senior Metallurgist á heimasíðu DTE
Umsóknarfrestur er til 31 .mars
Ítarlegri starfslýsingar og umsóknarform fyrir hvert starf er að finna á dtequipment.com/careers. Almennar fyrirspurnir skal senda á jobs@dtequipment.com. Nánari upplýsingar í síma veitir Kristján Már Gunnarsson hjá TeqHire í s. 616 2039.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á www.dtequipment.com.