Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisgagnafræðings. Um er að ræða framtíðarstarf.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Heilbrigðisgagnafræðingur starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn og siðareglum og markmiðum stofnunarinnar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Ástríður Sigþórsdóttir
–
[email protected]
Móttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í starf móttökuritara við heilsugæslustöð...
Sækja um starfSumarafleysing – Móttökuritari á heilsugæsluna í Grindavík Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarstarf á heilsugæsluna í Grindavík....
Sækja um starfSamskiptafulltrúi á skrifstofu forstjóra Laus er til umsóknar staða samskiptafulltrúa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 70-80% stöðu...
Sækja um starfLyfjafræðingur í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja Sjúkratryggingar Íslands auglýsa krefjandi og skemmtilegt starf lyfjafræðings í einingu Lyfjamála í deild Lyfja og...
Sækja um starfÞjónustufulltrúi í afgreiðslu hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu þjónustufulltrúa í...
Sækja um starfEr samskiptahæfni þín upp á tíu? Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum einstakling i í starf heilsugæsluritara. Um...
Sækja um starf