
Hjúkrunarfræðingur á bráðaþjónustu geðþjónustu
Starfsemi deildarinnar er fjórþætt:
» Bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða
» Skammtíma eftirfylgd eftir komu á bráðamóttöku
» Ráðgjafarþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi
» Ráðgjafarþjónusta fyrir legudeildir Landspítala
Á bráðamóttöku geðdeildar leita um 3.200 einstaklingar á ári hverju.
Starfshlutfall er 80-100% og er að mestu um dagvinnu að ræða, helgarvakt u.þ.b. sjöttu hverja helgi og eina vakt frá kl. 12-20 á viku. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun í starfsemi deildarinnar
» Virk þátttaka í fræðslustarfi
» Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar
» Faglegur metnaður og áhugi á geðhjúkrun
» Reynsla af geðhjúkrun er kostur
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt hjúkrunarleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.