Við leitum eftir kraftmiklum hjúkrunardeildarstjóra og leiðtoga til að leiða og efla áfram starfsemi göngudeildar skurðlækninga í Fossvogi og byggja upp sterka liðsheild. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og stjórnar daglegum rekstri.
Deildin er göngudeild háls-, nef-, og eyrnalækninga, lýtalækninga, æðaskurðlækninga og heila- og taugaskurðlækninga. Þar er einnig starfræk innskriftamiðstöð skurðdeilda ásamt sáramiðstöð.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. febrúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
Nauðsynleg fylgiskjöl:
Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri
–
[email protected]
–
8253790
Anna Dagný Smith, mannauðsstjóri
–
[email protected]
–
8253675
Tímabundin staða í heilsuvernd grunnskólabarna á HSN Akureyri Laus er til umsóknar 40-80% afleysingastaða skólahjúkrunarfræðings hjá HSN Akureyri. Æskilegt er...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á glænýtt hjúkrunarheimili, Móberg, HSU á Selfossi Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast til starfa á glænýtt hjúkrunarheimili,...
Sækja um starfSjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með...
Sækja um starfSjúkraliði/nemi – Neskaupstaður – Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða eða sjúkraliðanema...
Sækja um starfSjúkraliði á skurðlækningadeild Laus er til umsóknar 80-100% staða sjúkraliða á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu...
Sækja um starf