Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á bráðamóttöku Landspítala. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun.
Á bráðamóttöku koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið afar fjölbreytt. Starfið felur í sér góða teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall og upphaf starfa samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2023
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir
–
[email protected]
–
8244637
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum...
Sækja um starfSérfræðingur í klínískri sálfræði – Sálfræðiþjónusta geðsviðs Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 5 sérfræðinga í klínískri sálfræði við sálfræðiþjónustu...
Sækja um starfSérnámsstöður í bráðalækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í bráðalækningum. Tekur...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði....
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf