Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á handlækningadeild HVE Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á þrískiptum vöktum og þriðju hverja helgi. Starfshlutfall er 50-100% eða eftir nánara samkomulagi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Á deildinni er veitt öll almenn þjónusta á sviði handlækninga, bráðatilvika og slysa.
Á Akranesi eru gerðar rúmlega 2000 skurðaðgerðir á ári og hjúkrun skurðsjúklinga því fjölbreytt á deildinni.
Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hve.is undir flipanum lausar stöður eða á starfatorg.is
Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf.
Kynningu má nálgast á: https://www.hve.is/frettir/lidskiptasetur-hve-leitar-af-starfsfolki/
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.03.2023
Birna Katrín Hallsdóttir
–
[email protected]
–
432-1116
Þura Björk Hreinsdóttir
–
[email protected]
–
432-1000
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Fjarðabyggð – Heilsugæsla – Afleysing Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu til starfa á...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur/hjúkrunarfræðinemi óskast í sumarafleysingu á heilsugæslustöð HSU Selfossi sumarið 2023 Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan...
Sækja um starfSérfræðingur í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri....
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Kristnesspítali – Starfsþróunarári í boði Laus er til umsóknar 80-100% hjúkrunarfræðings við Kristnesspítala þar sem fara fram endurhæfingar-...
Sækja um starf