Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Við óskum eftir að ráða hjúkunarfræðinga til að slást í okkar frábæra hóp og byggja upp öfluga teymisvinnu sem eykur þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunar í Grindavik. Um er að ræða tvö störf 60% – 80% í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starfsemi á heilsugæslunni í Grindavík er fjölbreytt og krefjandi. Læknamóttaka, hjúkrunarmóttaka, skólahjúkrun, ung- og smábarnavernd, ásamt heilsueflandi móttökum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.
Hjúkrunarfræðingurinn er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.
Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 60-80%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Laufey Sæunn Birgisdóttir
–
[email protected]
Hjúkrunarfræðingar Nú fjölgum við rýmum á HSS! Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að...
Sækja um starfSjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala Hringsins Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á barnadeild. Um er að ræða vaktavinnu og...
Sækja um starfDoctor Center for Transgender Care in Iceland Landspítali, The National University Hospital of Iceland in Reykjavík is looking for an...
Sækja um starfSjúkraliði – Egilsstaðir – Hjúkrunarheimilið Dyngja – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Dyngju...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar á handlækningadeild HVE Akranesi Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á handlækningadeild HVE Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið...
Sækja um starfSérnámslæknar í heimilislækningum – Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Lausar eru til umsóknar sex sérnámsstöður í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérnámsstöðurnar veitast frá...
Sækja um starf