Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Um er að ræða 40% til 100% störf eftir samkomulagi, í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Störf hjúkrunarfræðinga á sjúkrasviði eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.
Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Bryndís Sævarsdóttir
–
[email protected]
–
4220500
Sjúkraliði óskast í sumarafleysingu við heimahjúkrun á heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði sumarið 2023 Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað...
Sækja um starfSjúkraflutningamaður óskast í sumarstarf við sjúkraflutninga og umsjón fasteigna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumar...
Sækja um starfYfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL Starf yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar BUGL er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta...
Sækja um starfStarfsmaður – Blóðbankinn Snorrabraut Starfsmaður óskast til starfa hjá Blóðbankanum við Snorrabraut. Um er að ræða fjölbreytt starf við öflun...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga í fjölbreytt og spennandi starf á Heilsugæslu HSU í Vík Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað...
Sækja um starf