Við viljum fjölga í okkar öfluga og góða teymi á barnadeild og óskum því eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn áhugasaman reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Starfshlutfall er 60-100%, Unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. maí 2023 eða eftir samkomulagi.
Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og líflegt starfsumhverfi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
543 1000
Þjónustustjóri sjúkraskrárkerfisins Sögu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að þjónustustjóra sjúkraskrárkerfisins Sögu í deild rafrænnar þjónustu. Um er að ræða tímabundið starf...
Sækja um starfViltu vera memm? Við leitum að öflugum og hressum lyfjafræðing Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni? Fórst þú...
Sækja um starfSjúkraliðar/sjúkraliðanemar óskast í sumarstörf á Bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sjúkraliði óskast til starfa á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Helstu...
Sækja um starfSumarafleysingar Kristnesspítali – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við Kristnesspítala. Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir...
Sækja um starfSjúkraliðar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir sjúkraliðum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á göngudeild meðferðareiningu fíknisjúkdóma Meðferðareining fíknisjúkdóma (MEF) á Landspítala vill ráða til starfa hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á geðhjúkrun...
Sækja um starf