
Hjúkrunarfræðingur á Göngudeild sóttvarna
Viltu verða hluti af teyminu okkar á Göngudeild sóttvarna og sinna fjölbreyttu og áhugaverðu starfi á spennandi vinnustað?
Á göngudeildinni tökum við á móti fólki sem er að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna vinnu, náms og vegna umsóknar um alþjóðlega vernd.
Við sinnum ferðamannabólusetningum, berklarakningu, erum ráðgefandi til annarra stofnana og tengiliður þjónustuteyma vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Góð tungumálakunnátta og góð tölvukunnátta er nauðsynleg þar sem stór hluti starfseminnar fer fram á ensku og felur í sér mikil samskipti bæði í töluðu og skrifuðu
máli.
Góð samskiptahæfni er mikilvæg, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki.
Við vonum að þú getir hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi og við bjóðum upp á góðan aðlögunartíma.
Við bjóðum upp á 100% starf í ótímabundinni ráðningu.
Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2020
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Guðmundsdóttir
gs@hg.is
Sími: 513 5130
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu