Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Góð aðlögun er í boði.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraliða, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Megin starfssvið er heilsueflandi móttaka, heilsuvernd aldraðra ásamt almennri móttöku á heilsugæslustöð. Heilsueflandi móttaka felur í sér mat á heilsu skjólstæðinga og þörf þeirra á heilsueflingu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun, stuðning við breytingar og raunhæfa markmiðasetningu. Í heilsuvernd eldra fólks eru m.a. greindir áhættuþættir, fræðsla um heilsueflingu, metin þörf og leiðbeint um hjálpar-/stoðtæki og þjónustuúrræði. Teymisvinna er með öðrum starfsmönnum stöðvarinnar eftir þörfum. Hjúkrunarmóttakan er mjög víðtæk, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu. Móttakan sinnir fólki á öllum aldri og skiptist í opna móttöku, bókaða móttöku og símaráðgjöf.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Vildís Bergþórsdóttir
–
[email protected]
–
821-2160
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSálfræðingur fullorðinna – Heilsubrú Erum við að leita af þér? Heilsubrú leitar að sálfræðingi í 100% tímabundið starf til eins...
Sækja um starfAlmenn störf Hér geta almennir starfsmenn skráð almenna starfsumsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHeilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, starfsfólk við aðhlynningu Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsfólki við aðhlynningu á hjúkrunardeildir. Um vaktavinnu er...
Sækja um starfÓskað er eftir þroskaþjálfa /sérkennara/kennara Um er að ræða fullt starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í janúar. Launakjör...
Sækja um starf