Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða vaktavinnu og eru stöðurnar lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.
Á gjörgæsludeild eru mikil tækifæri fyrir hjúkrunarnema og ný útskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir góðri leiðsögn og öðlast faglega þróun. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Gjörgæsludeild er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild og tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Brynja Dröfn Tryggvadóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Erla Björnsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Sumarafleysingar gjörgæsludeild – Sjúkraliðar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða við gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Næsti yfirmaður er...
Sækja um starfIðjuþjálfi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 100% stöðu í dagvinnu. Um er að ræða afleysingu til...
Sækja um starfÞjónustustjóri sjúkraskrárkerfisins Sögu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að þjónustustjóra sjúkraskrárkerfisins Sögu í deild rafrænnar þjónustu. Um er að ræða tímabundið starf...
Sækja um starfSjúkraliði í fast starf á HSN Húsavík Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir sjúkraliða í fast starf á sjúkradeild HSN...
Sækja um starfFjölmenningarleg hjúkrun – Heilbrigðisskoðun innflytjenda Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heilbrigðisskoðun innflytjenda í ótímabundið starf. Starfshlutfall er...
Sækja um starfSérfræðilæknir í öldrunarlækningum Tvær stöður sérfræðilækna í öldrunarlækningum við Landspítala eru lausar til umsókna frá 1. febrúar 2023 eða eftir...
Sækja um starf